Reykjanesbær var svo illa rekinn undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, að hægt er að gera bæinn heimsfrægan. Allur bærinn getur orðið sögusafn um græðgi og hrun. Þar má sýna, hvernig tvöþúsund íbúðir standa auðar á sama tíma og ekki er hægt að finna húsnæði. Selja má sæti í hringferð um bæinn í þessu skyni. Í leiðinni er hægt að koma við í sparisjóðnum, sem var trog fyrir innvígða. Og síðdegiskaffi undir stálbitahvelfingu líksins af álverinu, sem fékk aldrei neitt rafmagn, því það var ekki til. Bærinn tók af krafti þátt í öllu ruglinu og rambar því á barmi gjaldþrots. En gæti núna grætt á sögusafni óráðsíunnar.