Framsókn víkur frá öfgahægri stefnu Sigmundar Davíðs. Stefnir í átt til miðju stjórnmálanna, sem flokkurinn gumaði af hér áður fyrr. Í stað ofsa Sigmundar er komin sáttatónn Sigurðar Inga. Eftir kosningarnar lítur flokkurinn á víxl til vinstri og hægri og kannar möguleika á að losna úr sóttkví öfganna. Ætti að vera létt verk, því komnir eru tveir flokkar, sem dekka hægri kantinn. Og miðjan er í upplausn, þar sem Björt framtíð fylgir Viðreisn til hægri og Samfylkingin hefur glatað sjálfri sér. Framsókn gæti einnig nagað úr dreifbýlisfylgi Vinstri grænna. Það eru þekktar slóðir, þar sem Framsókn undi sér vel hér áður fyrr.