Sókn unga íhaldsins

Punktar

Ungt fólk skilur pólitík öðruvísi en gamlingjar. Hægri sjónarmið sækja fram. Lítið bara á alþingiskosningarnar í vor og á kosningarnar til stúdentaráðs. Þar malaði Vaka vinstri menn. Hugmyndir um jöfnuð eru víkjandi. Einkaskólar og einkasjúkrahús eru ekki lengur bannorð. Atvinnuleysi er talið bera vott um skort á framtaki. Ungt fólk eigingjarnt vill síður borga háa skatta. Sama gerist víðar á vesturlöndum. Guardian skrifar um breytt viðhorf kjósenda í Bretlandi. Margt ungt fólk skilur ekki glæpaeðli Framsóknar og Sjálfstæðis. Pólitískra bófaflokka, sem gæta hagsmuna fámennra klíkna gegn almannahag.