Í sólarhring fyrir val Sarah Palin sem varaforsetaefnis repúblikana sat YoungTrigg við tölvuna sína. Hann var að auka og bæta texta Wikipedia um Palin. Þetta segir okkur, að hún hafði verið valin sólarhring áður en hún var kynnt opinberlega. Enn merkara er samt hitt, að kosningavél taldi nauðsynlegt að hagræða æviferli hennar í tæka tíð. Hún gaf sér sólarhring til verksins. Allt ferli YoungTrigg við skráningunna er rakið eins og ferli annarra skráninga í Wikipedia. Menn tóku fljótt eftir þessu og leiðréttu spunakarlinn. Þetta sýnir, að veraldarvefurinn skiptir miklu í pólitík.