Sólfarið er borgarsómi

Punktar

Sólfar Jóns Gunnars Árnasonar við Sæbraut er fyrir löngu orðið eitt helzta einkennistákn Reykjavíkur og einn helzti áningarstaður erlendra ferðamanna í borginni næst á eftir styttunni af Leifi Eiríkssyni á Skólavörðuholti. Vesturbæjarsamtökin gáfu borginni styttuna, en arkitektar hennar reyndu að eyðileggja stemmninguna með því að reisa miklar súlur til að skyggja á listaverkið. Að kröfu almennings voru þessar súlur fljótlega fjarlægðar. Æ síðan hefur Sólfarið fengið í friði að vera borgarsómi.