Sólin skíni á samfélagið

Punktar

Verð sáttur við niðurstöðu Stjórnlagaráðs, ef það afnemur leyndarhyggjuna. Finnst núverandi orðalag ráðsins í vinnuskjali alls ekki nógu afgerandi, hreinlega loðið. Stjórnarskráin á að segja hreint út, að sólin skuli skína á samfélagið og gera það gegnsætt. Vil, að stjórnarskráin setji skorður við bankaleynd, sem olli hruninu. Vil, að hún setji skorður við leyndarhyggju Persónuverndar og Úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Ég óttast, að loðið orðalag í stjórnarskrá gefi kerfiskörlum færi á að safnast í skúmaskotum, er við þekkjum frá fyrri tíð. Orðið gegnsæi á að vera lykilorð samfélagsins.