Sólskinslögin í Bandaríkjunum eru betri en upplýsingalögin hér, að minnsta kosti í framkvæmd, þótt orðalagið sé svipað. Þar eru fé og eignir ekki talin til einkamála. Þar flettir hver sem er í bifreiðaskrám og fasteignaskrám og getur leitað að eignum eftir kennitölum eiganda. Fjölmiðlar eru ókeypis beintengdir slíkum skrám. Því koma fjárglæfrar þar daglega í ljós, en ekki hér. Enda er þar notast við svonefnt lýðræði, en hér ríkir embættaveldi, verndað af Persónuvernd og Úrskurðarnefnd um upplýsingalög. Þar eru fjármál flokka og frambjóðenda öllum opin, en harðlæst hér á landi aumingjanna.