Sólveig eldar í Gló

Veitingar

Gló í Listhúsinu við Engjateig er nýjasta skrautblómið í flóru matarhúsa, sem bjóða heilsurétti, einkum fyrir grænmetisætur. Sólveig Eiríksdóttir eldar þar, þekkt af Grænum kosti og matreiðslubókum. Prófaði þar ágætan hnetuborgara með salsa, lárperumauki og salati. Svo og fyrirtaks kjúkling með rósmarín og villisveppasósu. Réttir dagsins kosta 1500 krónur og súpa og salat kosta 1000 krónur. Húsakynni eru tætingsleg á göngum Listhússins og í drungalegu afhýsi. Kryddlegin hjörtu eru annar góður staður af þessum meiði. Maður lifandi, Krúska, Grænn kostur og Á næstu grösum koma næst á eftir.