Sömdu við sjálfa sig

Punktar

Spilling dafnar í skjóli kerfis, er tekur gerræði fram yfir býrókratíu, skort á eftirliti fram yfir eftirlit. Stórir og smáir synda í spillingu, einkum á mörkum ríkisrekstrar og einkarekstrar. Þannig er jafnvel ástandið í hugsjón á borð við skógrækt. Framkvæmdastjórar Skógræktarfélags Íslands og Skjólskóga, tveggja ríkisrekinna fyrirbæra, maka krókinn á þeim snertifleti. Brynjólfur Jónsson og Sæmundur Þorvaldsson stofnuðu Tré ehf um kaup á tveimur jörðum í Dýrafirði. Girtu Klukkuland og Hólakot og rækta þar skóg, auðvitað á kostnað skattgreiðenda. Sömdu við sjálfa sig um aðkomu skattgreiðenda. Ísland í dag.