Rölti milli góðbúanna í veitingabransanum í september. Staðfesti hér með, að allt er við það sama. Beztu matarholurnar eru þær sömu. Fremst meðal þriggja jafningja er Sjávargrillið við Skólavörðustíg. Ævinlega fullkomlega eldaður fiskur dagsins og flott humarsalat, þjónusta hlýleg. Næst kemur Friðrik V, eina sanna bistró borgarinnar. Þar er kallinn í eldhúsinu, konan í salnum og ættingjar hjálpa eftir þörfum. Stefnuföst matarhola nýþjóðlegrar matreiðslu. Þriðja í röðinni er svo Fiskfélagið. Nánast alltaf með fínustu matreiðslu og aðeins stífara í andrými en hin tvö. Nokkur hús fylgja svo fast á eftir.