Hingað til hefur mistekizt að þétta byggð í Reykjavík. Gamli miðbærinn hefur stórlega látið á sjá vegna steypukassa innan um hús frá menntaðri tímabilum. Útsýni, svigrúm, hávaði, loftgæði versna. Skuggahverfið er orðið skuggalegt hverfi. Þetta á eftir að versna með fækkun bílastæða. Bílar nýju húsanna munu flæða inn á götur gömlu húsanna. Öngþveiti skapast á götum, sem gerðar eru fyrir lægra nýtingarhlutfall. Það er eins og gera eigi Reykvíkinga að maurum eins og í Hong Kong. Þéttingartrúin er draumur um evrópskar borgir, sem eru þröngar innan horfinna borgarmúra frá tímum hinna eilífu styrjalda.