Fyrir nokkrum árum stigu Bændasamtökin það ógæfuspor að heimila notkun vörumerkja í stað fæðingarstaðar hrossa í skýrsluhaldi. Áður hétu hestar Sörli frá Sauðárkróki, Hrafn frá Holtsmúla og Orri frá Þúfu. Nú geta þeir heitið Sörli frá Milestone, Hrafn frá Jóni Jónssyni og Orri frá Flotthestum. Skrítið, því að í þriðja dálki í skráningunni er pláss fyrir ræktandann. Og í fjórða dálki fyrir eigandann, ef hann er annar. Lítil þörf er að tvítaka þær upplýsingar í dálki nr.2. Er samt gert undir þrýstingi sjálfmiðjaðra frekjuhunda, einkum erlendra. Samtökin höfðu því miður ekki bein í nefinu.