Sorphirðuleysi

Punktar

Sorphirða í Reykjavík er í ólestri eins og flest annað á þeim bæ. Þjónusta við íbúa minnkar og álögur aukast. Sumpart eru breytingarnar eins konar refsing þeirra, sem lengi hafa flokkað sitt sorp. Sumpart eru þær erfiðar í framkvæmd í fjölbýlishúsum. Nú verður aðeins hirt tvisvar í mánuði. Reykjavík er raunar eftirbátur annarra kaupstaða í sorphirðu. Getur fljótt orðið heilsuspillandi. Lífrænt sorp verður ekki flokkað í borginni fyrr en 2019. Meira verður um, að fólk þurfi að fara með sorp í móttökustöðvar. Akstur eykst, nema hjá Hjálmari Sveinssyni, sem að sjálfsögðu ferðast hjólandi um svellin með sína ruslapoka.