Sótaskarð

Frá Langadal við Svartfell um Sótaskarð að Víðidal.

Fornbýlið Sótastaðir var suðvestur af skarðinu. Þar hafa fundizt beitarhúsatættur, en öll landgæði eru horfin í sandblæstri.

Byrjum hjá Jökuldalsheiðarvegi, þjóðvegi 1 hjá Langadal við Svartfell. Förum norðvestur um gilið austan Sandfells, síðan vestnorðvestur sandinn norðan við Farvegsöldu. Loks um Sótaskarð í Víðidalsfjöllum í 600 metra hæð, á þjóðveg 1 í Víðidal.

11,0 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Leiðaskarð, Byttuskarð, Vopnafjörður, Skjöldólfur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort