Sóttu strákinn út á torg

Punktar

Aþeningar eru hornsteinn í sagnfræðinni fyrir að velja þingmenn, ráðherra og dómara með hlutkesti. Allir borgarar voru í pottinum. Fleiri en Aþeningar prófuðu stjórn með hlutkesti. Feneyingar fóru skrítna leið með blöndu af hlutkesti og kosningum, þegar þeir völdu sér hertoga. Sendu mann út á torg til að sækja strák til að draga nöfn úr potti. Þeir, sem vildu múta, vissu ekki fyrirfram, hverjum þeir áttu að múta. Útkoman var ágæt hjá Feneyingum. Í þúsund ár höfðu þeir sína hertoga og voru eitt stærsta heimsveldið mestan tímann, áttu Adríahafið og hálft Eyjahafið. Féllu á endanum fyrir Napóleon.