Saxast hefur á fullveldi Íslendinga síðustu áratugi. Við erum aðilar að alls konar samningum, sem þrengja að innlendu gerræði. Félagslegar og pólitískar framfarir í landinu hafa einkum orðið að kröfu Evrópska efnahagssvæðisins. Slík afskipti hafa fleytt okkur fram eftir vegi. Án þess væri lýðveldið Ísland bara skrípó. Þjóðin hefur alla tíð verið pólitískt vanþroska og ófær um að stjórna málum sínum. Valdi sér leiðtoga, sem gerðu Seðlabankann gjaldþrota og settu ríkissjóð á hliðina. Við þurfum að flytja meira af fullveldinu úr landi, því að gerræði pólitíkusa stjórnar enn allt of miklu.