Sagnfræðingurinn Samuel P. Huntington spáði árið 1993, að í uppsiglingu væri uppgjör menningarheima, sem gæti endað með heimsstyrjöld. Sérstaklega benti hann á, að múslímum reynist erfitt að laga sig að öðru fólki, þótt til dæmis Indverjum og Kínverjum og Japönum hafi tekizt það. Vísir að blóðbaði hefur orðið í Bosníu, Kosovo, Tsjetsjeníu, Súdan, Afganistan og Írak. George W. Bush forseti stefnir að blóðbaði í Íran. Ef við tölum ekki í alvöru um vandræðin, sem eru í uppsiglingu, rennum við sjálfkrafa í átt til nýrrar heimsstyrjaldar, milli vesturlanda og múslima.