Spáð í framtíðina

Punktar

Eric Hobsbawn, sagnfræðingurinn, sem skrifaði “Öld öfganna” um 20. öldina, skrifar í Guardian grein um heimsmálin, þar sem hann fjallar um perestroika, opnunina í Sovétríkjunum á tíma Mikhail Gorbatsjov, þróun Rússlands eftir það og síðan tilraun Bandaríkjanna til heimsyfirráða. Hobsbawn telur, að tilraunin muni ekki takast, né heldur muni Evrópusambandið breytast í Bandaríki Evrópu, fyrirmynd heimsbyggðarinnar. Þetta séu síðustu tvær útópíurnar, sem mannkynið 21. aldar hafi fengið í arf frá 20. öldinni. Hann telur, að erfitt sé að spá í framtíðarspilin, sagan sé enn í fullum gangi.