Svo lítið ber milli tillögu íslenzku sendinefndarinnar um IceSave og hinnar brezku, að samningar ættu að takast. 85 milljarðar eru að vísu töluverður peningur, svo að þjarkað verður enn. Trúnaðarbrestur er milli fulltrúa stjórnarandstöðunnar í samninganefndinni og Sigmundar Davíðs, formanns Framsóknar. Hann segir vanhugsað tilboðið, sem Lárus Blöndal stendur þó að. Því var ekki hægt að leggja það fram. Við lá, að slitnaði upp úr samningum út af þessu. Hugsanlega hyggst Sigmundur Davíð segja nei við sérhverri niðurstöðu. Eða kannski er hann bara að ýta málinu fram yfir þjóðaratkvæðið.