Eftir umfjöllun Kastljóss er ljóst, að Róbert Spanó og rannsóknarnefnd hans um barnaníð á upptökuheimilum eru í vondu máli. Skýrsla vistheimilisnefndar er rúst ein eftir nýjustu fréttir. Niðurstaða nefndarinnar var þvættingur, argasti hvítþvottur. Ekki er skárri hlutur þjóðkirkjunnar, sem heiðraði Karl Vigni Þorsteinsson árið 2011 fyrir manngæzku. Var þó þá þegar uppvíst um marga glæpi hans. Þjóðkirkjan virðist ekki hafa verið með sjálfri sér á tíma Karls Sigurbjörnssonar biskups. En nú er beðið eftir, að Spanó biðjist afsökunar á sjálfum sér og Agnes M. Sigurðardóttir biskup á forvera sínum.