Observer telur, að Tony Blair sé að bíða eftir fyrirhuguðum sinnaskiptum George W. Bush í umhverfismálum. Blair hafi frestað að segja af sér sem forsætis í þágu Gordon Brown til að ná í sinnaskiptin. Hann hyggist síðan þakka sér fyrir að hafa haft áhrif á Bush. Samkvæmt sögunni hyggst stjórn Bush snúast til fylgis við Kyoto-bókanir um minnkun á útblæstri mengunar. Gott væri, ef satt væri. En Bush hefur áður gengið gegn spám álitsgjafa. Um skeið héldu menn að hann mundi fallast á þjóðarsátt pabbans um brottför frá Írak. En hann fór í þveröfuga átt, hefur lýst auknu stríði.