Ört bætist í spakmælasafn Unnar Gunnarsdóttur, forstjóra Fjármálaeftirlits ríkisins. Fyrst sagði hún það “litlu máli skipta þó að Fjármálaeftirlitið njóti nær einskis trausts meðal almennings á Íslandi”. Síðan sagði hún, að “smálánafyrirtæki séu ekki fjármálafyrirtæki og því hafi ekki komið til tals að Fjármálaeftirlitið hafi eftirlit með starfseminni”. Nýjasta gullkornið er um aðskilnað viðskiptabanka og fjárfestingarbanka, að ” orsakir hrunsins séu mun fjölþættari og flóknari heldur en bara þetta atriði”. Hinn nýi forstjóri stígur ekki í vitið, kann sig ekki og á eftir að valda miklum vandræðum.