Spakmæli Kolkrabbans

Punktar

Ekki er nóg að eiga Ræsi, Nóa-Síríus, 20% í Mogganum, þjónustufólk í Ríkissjónvarpinu og nokkuð af reiðufé. Slíkt stendur ekki lengur undir nafnbótinni Kolkrabbinn. Ekki eru þar sjáanlegir þvílíkir viðskiptajöfrar, að þeir geti snúið við nánast lóðréttri leið fyrrverandi hornsteins hagkerfis okkar niður á botn í hafi gleymskunnar. Fyrir fáum árum hefði enginn trúað spádómum um, að Kolkrabbinn væri á leiðarenda sem valdamiðstöð þjóðfélagsins. Nokkrar ættir áttu þjóðfélagið og notuðu Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið til að gæta hagsmuna sinna. Nafn fyrirbærisins eitt og sér segir mikla sögu um ofurefli þess í þjóðfélaginu. …