Fésbókin er hið nýja spakmælasafn. Hér eru nokkur sýnishorn frá síðustu dögum:
„Fyrir lögfræðinga væri mjög heppilegt að ekki væri neinn raunheimur. Sama gildir um hagfræðinga.“
„Traustið er farið og þá er gegnsæið það eina sem dugar.“
„Íslenskt viðskipta- og stjórnmálalíf er og hefur lengi verið það spilltasta í Vestur-Evrópu.“
„Hversu samfélagslega skaðlegt það er að standa í stöðugu stríði við fjölmiðla. Þetta þekkist hvergi nema á Íslandi.“
„Skondið með þessi skattaskjól. Aðrir geyma þar peninga til að fela peninga og skjóta undan skatti, en Íslendingarnir virðast engan áhuga hafa á slíku.“
„Skattaskjólin eru vettvangur skattsvika af stærðargráðu sem er óskiljanleg fyrir venjulegt fólk.“
„Af hverju talar Sigmundur svona mikið um meinta fjárglæfra eiginkonunnar. Er honum eitthvað illa við hana?“
„Við erum ekki að reyna að koma þessum kónum í tugthús. Við erum að koma þeim úr stjórnarráðinu.“
„Þetta snýst mest um siðferði og heiðarleika en ekki endilega lög og reglur.“