Spámenn fyrr og nú

Punktar

Kelvin lávarður, forseti konunglega brezka vísindafélagsins, sagði 1883, að röntgenmyndir væru svindl. William Preece, póstmeistari Breta, sagði 1878, að Bretar þyrftu ekki síma, þeir hefðu næga sendisveina. Darryl Zanuck bíómyndagreifi sagði 1946, að sjónvarp væri leiðinlegt og vonlaust. Ken Olsen, forstjóri DEC, sagði 1977, að fólk þyrfti ekki tölvur heima hjá sér. Bill Gates, forstjóri Microsoft, sagði 1981, að tölvur þyrftu aðeins 640 KB minni. Howard Aiken hjá IBM sagði 1985, að tvær tölvur mundu nægja heiminum. Alan Sugar, forstjóri Amstrad, sagði 2005, að iPodinn yrði dauður fyrir jól.