Spamma aðra söguþræði

Punktar

Les ekki athugasemdir við veffréttir, tel þær ekki auka neinu. Ekki eins skömmóttar og fyrrum, en samt tímaeyðsla. Af sömu ástæðu les ég ekki heldur athugasemdir við blogg. Leyfi þær ekki við mitt blogg, nenni enda ekki að ritskoða nafnleysingja. Fésbókin er betri vettvangur athugasemda. Þar eru allir nafngreindir, sumir að vísu með gervinafni. Er farinn að strika þar út slík nöfn, finnist mér eigendur þeirra misnota minn vegg. Einnig strika ég út ákafa eins máls höfunda, sem spamma aðra söguþræði. Troða máli sínu inn í umræður um annað. Þá vantar áheyrendur. Þeir sjúga sig því á veggi annarra.