Spánskt fyrir sjónir

Punktar

Neytendablaðið efast í leiðara um, að áhugi stjórnvalda á hagsmunum almennings hafi ráðið ferð þeirra með frumvarp um fjölmiðla. Stjórnvöldin hafi almennt ekki sýnt hagsmunum almennings neinn sérstakan sóma. Nefnir blaðið innheimtulög, matvælaverð og fjársvelti Samkeppnisstofnar sem dæmi. … Raunar eru það ekki bara mál neytenda, sem sitja á hakanum hjá núverandi ríkisstjórn. Almennt hefur hún lítinn áhuga á hagsmunum smælingja. Hún sveltir sjúkrahús og skóla. Hún reynir að brjóta niður velferðarkerfið og búa til kerfi, þar sem menn greiða sjálfir sem mest fyrir opinbera þjónustu. …