Sparimerkin endurlífguð

Punktar

Ríkisstjórnin hyggst leggja 15 milljarða frá skattgreiðendum til að koma upp sparimerkjum fyrir ungt fólk. Eins og var á tímabilinu 1957-1993, þegar unga fólkið límdi frímerkjalíki í sparibók. Gat svo tekið út uppsafnaðan sparnað við 25 ár aldur eða við hjónaband. Sparimerkin urðu fljótt óvinsæl. Andlát þeirra varð fáum saknaðarefni. Núverandi ríkisstjórn hefur látið skattgreiðendur borga 80 milljarða til tekjuhárra skuldara. Alls segja þær ráðstafanir, og þessir 15 milljarðar að auki, lítið upp í 300 milljarða loforð, sem hrægammarnir áttu að borga. Þá var kominn kosningatitringur og nú er aftur kominn kosningatitringur.