Með ólíkindum er, að fjölmiðlar draga Pétur Blöndal alþingismann í sífellu fram sem álitsgjafa. Aldrei taka þeir fram, að þetta sé maðurinn, sem gróf undan sparisjóðum landsmanna. Lamdi inn kenninguna um, að þar væri fé án hirðis. Fá þyrfti kræfa fjármálamenn til að eignast þá og stýra þeim eftir lögmálum markaðarins. Farið var eftir órum Péturs og nærri allr sparisjóður voru rústaðir. Skafnir innan og skuldir við þá skildar eftir í eignalausum einkahlutafélögum. Pétur Blöndal ber meiri ábyrgð á þessum ofurskandal en nokkur annar óráðsíumaður Sjálfstæðisflokksins. Hann eyðilagði sparisjóðina.