Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður amast við meðferð fjármálaráðherra á þrotabúi Sjóvá. Telur málið verða dýrara en ráðherra hélt. Ekkert minntist Guðlaugur Þór á afskipti flokksformanns síns af málinu. Bjarni Benediktsson var sem Engeyingur eignaraðili að Sjóvá og einn þeirra, sem skóf fyrirtækið að innan. Náði sér meðal annars í vafninga til að stunda fasteignabrask í Macau að hætti útrásarvíkinga. Sjóvá fékk lánið aldrei endurgreitt og tapaði þremur milljörðum króna á vafningum Bjarna. Vanti Guðlaugur Þór einhvern til að sparka í, er miklu nær, að hann snúi sér að valinkunnum formanni sínum.