Hætt er við, að kvarnist úr velvild þjóðarinnar í garð Landspítalans, ef dæmi hlaðast upp um hirðuleysi í meðferð smælingja. Nýlega var fjallað um tvö slík dæmi. Á bráðadeild var fínifrú með hruflaða hendi tekin fram fyrir plebbastrák með brotinn sköflung og áverka á höfði. Aldraður hjartasjúklingur var rekinn heim peningalaus um miðja nótt og varð nánast úti á heimleið. Athyglisvert er, að yfirmenn spítalans vilja ekki ræða þessi mál. Mannauðsstjóri bráðamóttöku neitaði bara staðreyndum. Forstjórinn lætur ekki ná í sig, yfirmenn sinna ekki loforðum um samband og fela sig síðan eins og forstjórinn. Spítalinn að bresta?