Um leið og hagræðingarnefndin boðaði blóðugan niðurskurð utanríkisþjónustu gaf Gunnar Brgi Sveinsson henni langt nef. Opnaði aðalræðisskrifstofu í Nuuk á Grænlandi. Í fjárlögum eru eyrnamerktar 170 milljónir bara í fasteignakaup vegna þessa. Utanríkisráðherra heldur áfram stefnu sýnilegrar diplómatíu þrátt fyrir tillögur nefndarinnar. Segir í stuttu máli langa sögu um álit ráðamanna á innihaldi tillagna Vigdísar, Ásmundar og Guðlaugs. Þær eru bara Pótemkin-tjöld til að sýnast fyrir fólki, sem vill sparnað. Bak við tjöldin heldur allt áfram sinn vanagang. Ráðherrar eyða og spenna af fullum krafti.