Sparkið Má úr bankanum

Punktar

Forstjóri fyrirtækis getur ekki höfðað mál gegn fyrirtækinu nema víkja úr sessi meðan málaferlin standa. Már Guðmundsson getur ekki verið bankastjóri Seðlabankans meðan hann stendur í málaferlum gegn bankanum. Slíkt er bara óhugsandi. En Már hefur lítinn siðferðis-kompás sem sendisveinn Jóhönnu í bankanum. Veit næsta lítið um mannasiði. Með því að reyna að kæra upp kaupið sitt hefur hann tapað trausti landsmanna, hafi hann áður haft slíkt traust. Seðlabankastjóri hefur ekki reisn til að haga sér eins og embættismaður. Því þurfa aðrir að taka ómakið af honum og því er nærtækast að reka hann.