Sparkið nettröllunum

Fjölmiðlun

Rannsókn í Bandaríkjunum gefur til kynna, að 5% virkra í athugasemdum séu nettröll. Sennilega er það vægt metið, mér sýnist þau geta verið upp undir 10%. Þau hafa fyrst og fremst svigrúm í nafnlausum athugasemdum við fréttir. Bloggarar hafa margir lokað fyrir athugasemdir. Vísa umræðunni til fésbókar, þar sem fólk kemur fram undir nafni. Vel gefst að blanda þannig saman bloggi og fésbók. Fésbókarfólk þarf bara að gæta þess að loka fyrir tröllin, þegar þau misnota svigrúmið. Ég strika tröllin út hjá mér og ráðlegg öðrum að gera eins. Þannig nær umræðan á vefnum tilgangi sínum og verður til fyrirmyndar.