Þegar ég byrjaði í blaðamennsku fyrir hálfri öld, voru fjölmiðlarnir lélegir fréttamiðlar. Svo veruleikafirrtir, að fólk varð að lesa Spegilinn til að finna raunverulegar fréttir. Nú eru fjölmiðlar aftur orðnir eins lélegir fréttamiðlar og þeir voru fyrir hálfri öld. Svo veruleikafirrtir, að fólk verður að horfa á Spaugstofuna til að finna raunverulegar fréttir. Góður er sá tími, þegar við þurfum hvorki Spegilinn né Spaugstofuna.