Spenna tveggja tíma

Punktar

Fyrir öld voru Tyrkland og Egyptaland, Sýrland og Grikkland deigla jaðarins milli kristni og íslams. Tvær skyldar menningar lifðu samhliða og kölluðust á. Með Mústafa Kemal tók Tyrkland forustu í að hefja evrópska siði, viskí og jakkaföt. Engin samlegð varð, spennan hélzt og Tyrkland missir af aðild að Evrópusambandinu. Samt er Evrópa sterk í hinum forna Miklagarði og í hinni gömlu Kairó. Ungt menntafólk heimtar vestrænt lýðræði á torgunum Taksim og Tahrir, en afturhaldsklerkar stjórna fylgi fjöldans í kosningum. Við höfum vasaútgáfu hér í spennu milli búsáhaldabyltingar og afturhalds-framsóknar.