Spennan að hefjast

Punktar

Hreyfing er hafin á fylgi flokkanna eftir nokkurra vikna stöðnun. Píratar eru blessunarlega aftur orðnir stærstir með nærri 30% fylgi. Þeir mega varla vera neðar til að hafa áhrif eftir kosningar. Aðalmálið á þeim bæ verður að fá fólk til að nenna á kjörstað. Án slíks verður engin bylting. Komið er í ljós, að samanlagt fylgi Bófaflokksins og Viðreisnar er um 35% og Framsókn hangir í 10%. Fortíðin hefur þannig samtals 45% kjósenda að baki sér. Erfitt er fyrir Ísland að sækja fram með svo þunga byrði ómaga á bakinu. Ný stjórnarskrá og renta af auðlindum þjóðarinnar verða stóru ágreiningsefnin í þessari kosningabaráttu.