Spila með líf og heilsu

Punktar

Bófaflokkar ríkisstjórnarinnar hamast við að eyðileggja Landspítalann til að rýma fyrir einkarekstri. Hefnir sín vafalaust í næstu kosningum. Jafnvel bófar spila ekki svona með heilsu fólks. Fólk veit, að bráðaaðgerðir kalla á þjálfuð teymi, þar sem sérhver þarf að bregðast við á sekúndu. Þá duga ekki mállausar hjúkkur frá Rúmeníu, sendar af starfsmannaleigu Sinnum. Ennþá talar ráðherrann eins og samningar séu á vegum óviðkomandi nefndar frá Plútó. Galið er að gera slíkan fálka að ráðherra heilsumála. Í hans tilviki hefði mátt leigja Rúmena af starfsmannaleigu Sinnum. Þessi misserin stíga raunar fáir ráðherrar í vitið.