Spilafíkn sjóðsstjóra

Punktar

Forstöðufólk lífeyrissjóða og fjárfestingarfélaga þeirra sóar lífeyri gamlingja í spilavítum. Eru meðal helztu eigenda í furðulegu fyrirbæri, Fáfni. Átti að fara í útrás í þjónustu við olíuborpalla á Drekasvæðinu með hálfu öðru skipi, Polarsyssel og Fáfnir Viking. Fyrra skipið kostaði fimm milljarða, en hitt er enn í smíðum. Lífeyrissjóðirnir köstuðu milljörðum í súginn. Því geta þeir ekki hækkað lífeyri gamlingja til samræmis við verðbólgu. Það eru hrein umboðssvik. Fjarlægja ber forstjóra og sjóðsstjórnir og setja þessa sjóði undir eftirlit einhverra útlendinga, er vit hafa á fé. Engir slíkir eru hér, bara spilafíklar.