Vopnahlé í samskiptum Íslands við Bretland og Holland hafði engin áhrif á gengi krónunnar. Seðlabankinn reyndi í vikunni að hressa við krónuna með því að fleygja gjaldeyri á markað. Það tókst ekki. Í gær fleygði bankinn engum gjaldeyri í súginn og gengi krónunnar lækkaði örlítið. Þetta brask bankans hefur enga þýðingu. Einhverjir fullorðnir verða að segja Má Guðmundssyni seðlabankastjóra að þessar æfingar í klassískri hagfræði dugi ekki. Hann er að sukka með gjaldeyri og það verður að stöðva hann. Ísland hefur ekki efni á Seðlabanka, sem sóar gjaldeyri í spilavíti gjaldþrota hagfræðikenninga.