Spillingin á fullu

Punktar

Þegar forstjóri Alþjóðabankans, Christine Lagarde, var fjármálaráðherra Frakklands fyrir tveimur árum, afhenti hún Grikkjum sprengju. Minnislykil, þar sem skráður voru peningaflótti 1990 ríkra Grikkja til Sviss. Að baki voru skýr skattsvik upp á tugi milljarða evra. Endurheimtur þeirra mundu duga til að bjarga fjárhag landsins. Hver gríski ráðherrann á fætur öðrum faldi minnislykilinn ofan í skúffu. Jafnvel Evangelos Venizelos gerði ekkert í málinu. Þótt Evrópusambandið hafi misserum saman reynt að fá Grikki til að taka á skattsvikum, eru þau söm og áður. Hneykslið birtist í Spiegel í dag.