Fáránlegasta fullyrðing nútímans er sú tilgáta Gunnars Helga Kristinssonar, að vandamál spillingar felist í að trúað sé, að hún sé til. Hann hunzar daglegar fréttir og álitsgjafir um tiltekin, áþreifanleg atriði. Taktu höfðið upp úr sandinum, líttu í blöðin, horfðu á Kastljós, lestu álitsgjafana. Alls staðar sést spillingin daglega. Vandamálið felst ekki í sendiboðunum og skilaboðum þeirra. Vandamál spillingar felst í sjálfri spillingunni. Gunnar Helgi magnar hana með „blaming the bearer of bad tidings“, með því að skjóta sendiboðann. Glórulaust bull í prófessor í stjórnmálafræði kann ekki góðri lukku að stýra.