Paul Krugman segir í New York Times, að George Tenet, forstjóri leyniþjónustunnar CIA hafi í ýmsum tilvikum reynst vikaliðugur við að segja spilltum ráðamönnum Bandaríkjanna það, sem þeir vildu heyra. Með loðnu orðalagi á skýrslum hafi hann gefið í skyn, að til séu nothæf gereyðingarvopn í Írak, að samband sé milli Íraks og al Kaída, að Írak hafi reynt að kaupa úran í Níger og að gæludýrið og svindlarinn Ahmad Chalabi hafi mikinn stuðning Íraka. Hann segir, að nú verði Tenet fórnað og fenginn annar enn spilltari, sem skáldi leynigögn eftir pöntun ríkisstjórnarinnar. Að mati Krugman er spilling hornsteinn núverandi stjórnkerfis Bandaríkjanna.