Spillta Jórunn sparkar í SÁÁ

Punktar

Enginn efast um, að SÁÁ er bezt stofnana fær um að hjálpa fíklum. Enginn gerir ráð fyrir, að einkafyrirtækið Heilsuverndarstöðin komist í hálfkvisti við SÁÁ. Þar að auki bauð SÁÁ betur í rekstur félagslegra úrræða fyrir vímuefnasjúklinga. Vildi fá 30 milljónir, en Heilsuverndarstöðin vildi fá 40 milljónir, þriðjungi meira. Samt var tilboði stöðvarinnar tekið. Af því að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hafði sjálf hagsmuna að gæta. Jórunn Frímannsdóttir átti fyrirtæki, sem Heilsuverndarstöðin keypti. Hún er formaður velferðarráðs borgarinnar og er gerspillt eins og flokkurinn.