Spilltir gaurar í laxi

Fjölmiðlun

Björn Ingi Hrafnsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson létu sem borgarfulltrúar múta sér með laxveiði. Fóru í Miðfjarðará á kostnað Baugs, sem var stór aðili í fyrirhugaðri einkavæðingu Orkuveitunnar. Þeir svikust líka um að greiða skatt af spillingunni. Mér er svo sem sama um Vilhjálm, því að hann er bara pólitíkus. En Björn Ingi er orðinn blaðamaður, sem er afleitt. Það er stétt, sem má ekki láta borga fyrir sig laxveiði. Guðlaugur Þ. Þórðarson ráðherra lét líka múta sér, en segist hafa endurgreitt veiðileyfið. Engar sönnur hefur hann fært fyrir þeirri fullyrðingu. Fýluna leggur langa leið.