Sprengd ást og farsæld

Punktar

Yfirleitt leið fólki vel í Írak á dögum Saddam Hussein, ef það var ekki í pólitík. Saddam hélt trúarofsa niðri og fólk fékk að fara í skóla. Undir stjórn Breta og Bandaríkjamanna hefur þetta gerbreytzt. Írak er orðið eitt aumasta ríki jarðarinnar. Mér er ofviða að skilja, hvernig mönnum dettur í hug að reyna að sprengja fólk til farsældar. Nú ætla þeir að sitja sem fastast í landinu um ótiltekinn tíma, sprengja og leita í húsum. Væntanlega til að fá fólk til að elska sig. Leppurinn Nouri al-Maliki forsætis stýrir engu. Írak er smám saman að breytast í frumeindir róttækra sértrúarsafnaða.