Þekktasti rannsóknablaðamaður heims er Seymour Hersh. Kom upp um hryðjuverkin í My Lai 1968 og Abu Ghraib 2003 og hefur lengi verið sérfræðingur Independent í málefnum Miðausturlanda. Í DIE WELT birtist gagnrýni hans á fréttir frá Sýrlandi, þar sem Assad Sýrlandsforseta og Wladimir Pútín Rússlandsforseta er kennt um helztu loftárásir í Sýrlandi. Í raun eru þær oftast framdar af bandaríska hernum með hjálp rússneska hersins. Þoturnar eru bandarískar, stjórnturnar rússneskir. Fréttir um sarín-gasárásir Assad eru skáldaðar. Fjölmiðlar birta enn í dag áróður leyniþjónusta, þótt rannsóknir sýni, að hann sé hreinn skáldskapur. Stríðsfundir Bandaríkjanna felast í, að Trump, sem les engin gögn, gargar: „Sprengið þá“.