Sprengihætta á Vox

Veitingar

Vox er skemmtilegur matstaður, fullur af glaðværu fólki í hlaðborði hádegis, skrifstofuhópum frekar en viðskiptafundum. Hlýtur að vera rosa bisness að reka staðinn, verðið fremur hátt, 4.900 krónur á mann. Tilkostnaður er líka mikill, svo telja má þetta sanngjarnt. Framboðið er ótrúlegt. Þú verður að fara varlega til að sprengja ekki upp í fjögra stafa kaloríutölur. Ég hef reynslu og forðast súpu og brauð, svo og volga rétti í hitakössum. Fæ mér fyrst tvö sushi og reyktan lax, síðan tvær purusneiðar með waldorf, loks ávexti og osta. Svona sprengiframboð matar er úrelt, en þó ótrúlega vinsælt.