Sprengisandur og Ódáðahraun voru mesti eyðivegur landsins fyrr á öldum, 180 km. Þar fóru biskupar úr Skálholti til að vísitera sóknir austur á landi. Frá Sóleyjarvaði á Þjórsá var farið beint norðvestur sandinn að vaði á Skjálfanda norðan Kiðagils. Þar var áð. Þaðan lá Biskupavegur, sem enn er varðaður, yfir Ódáðahraun til Ferjufjalls við Jökulsá á Fjöllum. Fyrr á öldum var meiri góður og fleiri lindir á þesari 180 km leið. Enda hefði hún tæpast verið þjóðbraut við þær aðstæður, sem nú nríkja. Við landndám vantaði aðeins tuttugu kílómetra í gróðurþekjuna hæst á Sprengisandi.