Sprengju kastað inn á Alþingi

Punktar

Brezka lögmannastofan Mishcon de Reya kastaði sprengju inn á Alþingi fyrir miðnætti í nótt. Þar segir, að Svavar Gestsson samningaformaður hafi haldið mikilvægu skjali leyndu fyrir Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra 31. marz. Skjalið varðar þá skoðun stofunnar, að efni sé til málshöfðunar gegn brezku stjórninni vegna meðferðar hennar á Kaupþingi. Tímasetning sprengju de Reya er dularfull á síðustu klukkustundum málsins. Hún varðar upphaflega samninginn. Efni standa því ekki til að falla frá nýrri útgáfu IceSave vegna þeirra. En Svavar þarf að skýra málið og gefa þarf tíma til að skoða gögnin.